Hótel Húsavíkurhöfði

Hótel Húsavíkurhöfði (Húsavík Cape Hotel) er sautján herbergja hótel á Húsavík. Það stendur fremst á Húsavíkurhöfða með útsýni yfir höfnina, bæinn og Skjálfandaflóa. Þar er boðið upp á eins, tveggja og þriggja manna herbergi auk fjögurra og fimm manna fjölskylduherbergja. Herbergin eru rúmgóð og útbúin með baðherbergjum. Úr herbergjunum er fallegt útsýni og þráðlaust internet er í öllum herbergjum.

Húsið var reist árið 1950 af Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og var þar fyrst saltfiskvinnsla félagsins. Síðar var í húsinu trésmiðja, en núverandi eigendur tóku við húsinu árið 2005 og hófst undirbúningur að breytingu þess í hótel árið 2010. Hótel Húsavíkurhöfði opnaði í júní 2012.

Við Húsavík eru þrír höfðar; Húsavíkurhöfði, Bakkahöfði og Héðinshöfði. Hið sögufræga hús Höfði í Reykjavík, þar sem Reagan og Gorbachev funduðu, er nefnt eftir Héðinshöfða. Ef gengið er upp á Húsavíkuhöfða að sumarlagi, til norðurs frá hótelinu, má sjá miðnætursólina speglast í flóanum, en um það söng Bing Crosby - land of the midnight sun - er hann heimsótti Þingeyjarsýslur árið 1969. Á veturna lýsa svo fögur norðurljósin oft himininn yfir Húsavíkurhöfða. Frá hótelinu er aðeins fimm mínútna gangur í miðbæ Húsavíkur og að höfninni þaðan sem hvalaskoðunarbátar sigla yfir sumarmánuðina.

Heimilisfang: Hótel Húsavíkurhöfði, Laugarbrekka 26, 640 Húsavík
Bókunarsími:
463 33 99

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Bóka gistingu
Komudagur:


Brottfaradagur:


Hótel Húsavíkurhöfði

Heimilisfang: Höfði 24, Húsavík
Bókunarsími: 463 33 99

Skoða: Verðskrá 2012
Vertu vinur okkar!

Blogger Facebook Flickr Google+ LastFM Skype Twitter Vimeo