Hótel Húsavíkurhöfði opnar 25. maí 2012

Framkvæmdir við Hótel Húsavíkurhöfða eru nú í fullum gangi og verður fyrri áfangi opnaður með viðhöfn þann 25. maí 2012. Í fyrri áfanga eru herbergi á jarðhæð en í síðari áfanga eru herbergi í risi hússins. Miklar breytingar hefur þurft að gera á húsinu, en þar voru áður saltfiskvinnsla, síðar rækjuvinnsla og undir það síðasta trésmiðja. Allir gluggar hafa verið stækkaðir mikið og ný hurð gerð á miðri framhlið hússins. Þá var lofthæð á jarðhæð lækkuð, en hún var mjög mikil vegna þeirrar starfsemi sem áður var í húsinu. Við það verður til mun meira pláss á efri hæð.

Þegar hótelið verður fullbúið verða þar 16 herbergi, sem rúma munu allt frá tveim upp í sex gesti hvert.

Tagged with: , , ,
Posted in Fréttir
Bóka gistingu
Komudagur:


Brottfaradagur:


Vertu vinur okkar!

Blogger Facebook Flickr Google+ LastFM Skype Twitter Vimeo